Nokia C3 01 - Mikilvægir tengiliðir settir á heimaskjáinn 

background image

Mikilvægir tengiliðir settir á heimaskjáinn

Viltu hringja í uppáhaldstengiliðina þína eða senda þeim skilaboð á fljótlegan hátt?

Hægt er að setja flýtivísa á tiltekna tengiliði á heimaskjánum.
1 Veldu Uppáhaldstengiliðir stikuna og haltu henni inni.

2 Veldu

Breyta uppáhaldi

.

3 Veldu tengiliðartákn og tengilið af listanum.

Vista þarf tengiliðinn í minni tækisins.

Ábending: Ef mynd er sett við tengiliðinn birtust hún á Uppáhaldstengiliðir stikunni.
Hringt í tengilið eða honum send skilaboð

Veldu tengiliðinn á Uppáhaldstengiliðir stikunni og veldu síðan viðeigandi valkost á

skyndivalmyndinni.

Tengiliður tekinn af heimaskjánum

1 Veldu Uppáhaldstengiliðir stikuna og haltu henni inni.

2 Veldu

Breyta uppáhaldi

og þann tengilið sem fjarlægja skal.

Tengiliðurinn er fjarlægður af Uppáhaldstengiliðir stikunni, en er áfram á

tengiliðalistanum.