Mynd eða annað efni afritað milli tækisins og tölvu
Hægt er að nota USB-gagnasnúru til að afrita myndir og annað efni milli tækisins og
samhæfrar tölvu.
1 Notaðu samhæfa USB-snúru til að tengja tækið við tölvuna.
2 Veldu úr eftirfarandi:
Nokia Ovi Suite — Nota skal þessa stillingu ef Nokia Ovi Suite er sett upp á tölvunni.
Efnisflutningur — Nota skal þessa stillingu ef Nokia Ovi Suite er ekki sett upp á
tölvunni. Nota skal þessa stillingu ef tengja skal tækið við heimabíó eða prentara.
Gagnageymsla — Nota skal þessa stillingu ef Nokia Ovi Suite er ekki sett upp á
tölvunni. Tækið birtist sem færanlegt tæki í tölvunni. Nota skal þessa stillingu ef
tengja á tækið við önnur tæki, svo sem hljómflutningstækin heima eða í bílnum.
3 Nota skal skráastjórn tölvunnar til að afrita efnið.
Tengingar 35